*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 30. ágúst 2018 09:34

Skoða opnun Elko verslunar á Akureyri

Á hluthafafundi N1 verður lagt til að nafni N1 verði að Festi og það sem nefnist nú Festi muni verða Nesti.

Ritstjórn
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.
Aðsend mynd

Í nýbirtri fjárfestakynningu frá N1 kemur fram að félagið skoði möguleikann á því að opna Elko verslun á Akureyri. Jafnframt skoðar félagið að setja Krónuverslanir þar sem nú eru N1 stöðvar og setja upp bensínsjálfsafgreiðslustöðvar við Krónu verslanirnar. 

Á hluthafafundi N1 sem fram fer þann 25. september næstkomandi verður meðal annars lögð fram tillaga um nafnabreytingu á félaginu auk þess sem ný stjórn verður kosin. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu frá félaginu.

Lagt verður til að nafni N1 verði að Festi og það sem nefnist nú Festi muni verða Nesti. Einnig kemur fram í kynningunni að rekstur félagsins muni vera með óbreyttu sniði fyrst um sinn. Nýtt rekstrarfélag verður stofnað utan um reksturinn oog verða höfuðstöðvar félaganna sameinaðar. 

Stikkorð: N1 Festi Elko
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim