Á dögunum var slegið met í sölu Skoda bifreiða á Íslandi en í lok október höfðu 1.009 Skoda bílar verið seldir hér á landi það sem af er ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar má nefna að allt árið 2015 seldust 999 Skoda bílar á Íslandi og því má gera ráð fyrir að sölumetið verði enn stærra þegar árið verður gert upp.

Fyrstu 10 mánuði ársins voru 663 Skoda Octavia bifreiðar seldar sem gerir hann að þriðja söluhæsta bíl landsins. 28% þeirra Skoda bifreiða sem seldar voru til einstaklinga og fyrirtækja (bílaleigur undanskildar) eru knúnar metangasi en 67% allra vistvænna bíla sem seldir voru fyrstu 10 mánuði ársins voru frá Heklu og þar af hefur Volkswagen 40% markaðshlutdeild.