Borgar Þorsteinsson hugbúnaðarfræðingur hefur tekið saman gögn yfir það hversu nálægt síðustu skoðunarkannanir fyrir kosningar eru raunfylgi flokka. Niðurstöðurnar eru samtímis áhugaverðar og sýna að það sé ekki óalgengt að þeir sem framkvæmi skoðunarkannanirnar hitti oft býsna nálægt markinu.

Þetta á sér í lagi við um síðustu kosningar, árið 2013, þar sem að flestir aðilar sem framkvæmdu skoðunarkannanir spáðu nánast rétt fyrir um úrslit kosninga.

Skoðanakannanir Borgar
Skoðanakannanir Borgar

Fylgi Framsóknar ekki vanmetið

Borgar vekur athygli á því í færslu sinni á að flokkar hafi í gegnum tíðina talað um að fylgi þeirra væri vanmetið af skoðanakönnunum og nýlegasta dæmið um það er viðtal við Karl Garðarsson, þingmanni Framsóknar, sem segir að sagan sýni að Framsóknarflokkurinn hafi oft verið vanmetinn í skoðunarkönnunum og að hann væri viss um að flokkurinn fengi meira fylgi í kosningum.

Samkvæmt þeim gögnum sem Borgar hefur safnað og eru unnin upp úr Tímarit.is, að hans sögn, virðist það ekki vera rétt. Að minnsta kosti ekki fyrir tímabilið 1995 til 2013. Þar virðast flestir stærstu aðilar sem framkvæma skoðunarkannanir hafa verið frekar nálægt raunfylgi Framsóknar í síðustu könnun fyrir kosningar.

Oftast innan vikmarka

Sér í lagi er það áhugavert að sjá hversu nálægt kannanir Félagsvísindastofnunar hafa verið í spá sinni um fylgi flokka. Ef að litið er á gögnin sem Borgar hefur tekið saman, þá eru úrslitin innan vikmarka ef miðað er við raunfylgi. Hinar kannanirnar eru þó misgóðar, en virðast gefa góða mynd af fylgi flokkanna.

Fróðlegar og athyglisverðar niðurstöður

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir á Facebook síðu sinni, að þessar upplýsingar væru fróðlegar og að athyglisverðast sé að þarna sé staðfest að það fari fjarri að fylgi Framsóknar hafi yfirleitt verið vanmetið.