*

sunnudagur, 26. maí 2019
Erlent 19. nóvember 2018 19:01

Gætu kostað 13 milljarða dollara

Skógareldar í Kaliforníu munu reynast tryggingafélögum dýrkeyptir.

Ritstjórn
epa

Skógareldar sem geisað hafa í Kaliforníuríki síðustu misseri gætu kostað tryggingafélög á bilinu 9 til 13 milljarða dollara samkvæmt  áhættugreiningarfyrirtækinu Risk Management Solutions (RMS). Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Jafngildir þetta 1.100 til 1.600 milljörðum íslenskra króna.

Að mati RMS nær tjónið til eyðileggingar á byggingum, farartækjum og öðrum eignum en einnig til truflunar á starfsemi fyrirtækja og aukins kostnaðar fyrir þá sem hafa þurft að flýja heimili sín. 

Camp og Woolsey eldarnir hafa samanlagt eyðilagt um 12.000 byggingar auk þess sem 80 manns hafa látið lífið vegna þeirra. Þar að auki er rúmlega þúsund manns saknað. 

The Camp sem geisað hefur í norðurhluta ríkisins er sá skógareldur sem mestum skaða hefur valdið í sögu Kaliforníu en samkvæmt RMS stendur hann fyrir meirihluta þeirra tjóna sem orðið hafa. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim