*

miðvikudagur, 23. janúar 2019
Erlent 12. febrúar 2018 17:29

Skortselja hlutabréf í Evrópu

Bridgewater, stærsti vogunarsjóður heims, hefur skortselt hlutabréf í Evrópu fyrir 1.434 milljarða króna.

Ritstjórn
Ray Dalio er stofnandi Bridgewater en myndin er frá ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos.

Stærsti vogunarsjóður heims, Bridgewater Associates, hefur nú veðjað 14 milljörðum dala á að hlutabréfaverð í Evrópu lækki að því er Bloomberg greinir frá en virði skortsöluveðmála sjóðsins hefur fjórfaldast í mánuðinum.

Bridgewater hefur verið að byggja upp stöður gegn ítölskum fyrirtækjum á borð við Intesa Sanpaolo, Enel og Eni í aðdraganda kosninga í mars. Ekki þykir líklegt að einhver beri afgerandi sigur úr býtum í kosningunum og það muni koma í veg fyrir að ráðist verði í efnahagsumbætur í landinu. Sjóðurinn er að sama skapi að veðja gegn orku-, framleiðslu- og verktakafélögum í Evrópu. 

Þá hefur félagið tekið skortstöðu í fyrirtækjum á borð við Siemens, Banco Santander á Spáni og BNP Paribas í Frakklandi.