Í gær fréttist að skortur væri orðinn á lyfjum í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Meðal annars krabbameinslyfjum. Þetta kemur fram á vef Guardian .

Þar kemur einnig fram að hótelhaldarar séu áhyggjufullir og óttist matarskort. Þess vegna hafi þeir hamstrað mat og önnur aðföng.

Ástandið hefur haft mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í Grikklandi . Margir hafa afbókað ferðir sínar á mun færri bóka nú á síðustu stundu.

Í fyrra bókuðu um  120 þúsund manns ferðina sína á síðstu stundu. Sambærileg tala nú er um 70 þúsund manns.