AP Maersk hefur valið sér nýjan framkvæmdastjóra til að sjá um skipaveldið danska. Það er Søren Skou sem tekur við starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en síðastliðin ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri gámaflutningahluta fyrirtækisins, Maersk Line.

Hann hefur verið þar síðan árið 2012. Hann mun halda áfram að vera framkvæmdastjóri Maersk Line meðan hann tekur við starfi framkvæmdastjóra AP Maersk. Forveri hans í nýja starfinu heitir Nils Smedegaard Andersen en hann er hagfræðingur að mennt og hafði stýrt fyrirtækinu síðan árið 2007 eða í hartnær tíu ár.