*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 3. mars 2016 13:41

Skrá Vínlagerinn

Festi, sem meðal annars rekur Krónuna og Nóatún, hefur skráð vörumerkin Vínlager og Vínlagerinn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Festi hf., sem meðal annars rekur Krónuna og Nóatún, hefur skráð vörumerkin Vínlager og Vínlagerinn.

Spurður hvort undirbúningur verslana undir þessum vörumerkjum sé hafinn segir Jón Björnsson, forstjóri Festi, að ekki sé tímabært að segja neitt um það að svo stöddu. „Við höfum ýmsar hugmyndir, ýmislegt sem við erum að vinna í ef eitthvað myndi gerast í þessum málum,“ segir hann. „Við erum bara að velta þessu fyrir okkur, fannst þetta gott nafn og ákváðum að skrá það.“

Hér fyrir neðan má sjá annað af vörumerkjunum sem Festi skráði.