Stjórn Kaupþings hefur ákveðið að fresta skráningu Arion banka á markað þar til eftir Alþingiskosningar á Íslandi, sem haldnar verða 28. október næstkomandi. Kaupþing á  57,9 prósenta hlut í Arion banka í gegnum félagið Kaupskil ehf.

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, segir í tilkynningu frá félaginu, að skráning bankans á markað hafi verið á undirbúningsstigi upp á síðkastið. Hann bætir við að einn af þeim valmöguleikum sem skoðaður er — er að skrá bankann á markað. „Þar sem að blásið til kosninga á Íslandi, munum við ekki taka ákvörðun um hvort að við höldum áfram með markaðsskráninguna, þar til að næsta ríkisstjórn á Íslandi verður mynduð,“ er haft eftir forstjóranum.

Það þýðir að það sé ólíklegt — en ekki ómögulegt — að slík ákvörðun verði tekin í tæka tíð að bankinn geti farið á markað á þessu ári.

Paul Copley
Paul Copley
© Aðsend mynd (AÐSEND)