Hár kostnaður við skráning Bakkavar á markað átt stóran þátt í því að hagnaður matvælaframleiðandans dróst saman um 38% á síðasta ári. Hagnaður félagsins fyrir skatta lækkaði um 24 milljónir punda og nam 38 milljónum punda, um 5,3 milljörðum króna.

Breskir fjölmiðlar kalla skráninguna, sem kostaði Bakkavör 13 milljónir punda, nærri 1,8 milljarða króna, ýmist farsakennda eða klúður .

Stjórnendur Bakkavarar hættu við skráningu í byrjun nóvember og kenndu um óhagstæðum markaðsaðstæðum. Viku síðar var tilkynnt af skráningunni yrði eftir allt saman en um leið var lækkað umbeðið verð fyrir hlut í Bakkavör úr 1,95 pundum á hlut í 1,8 pund á hlut.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fengu bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir 5 milljarða króna fyrir sölu hluta við skráninguna en héldu eftir meirihluta í félaginu með 50,2% hlut.

Sala Bakkavarar jókt um 4,6% milli ára og nam 1,8 milljörðum punda. Ágúst, forstjóri Bakkavarar, sagði afkomuna góða í verðbólguumhverfi.