Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hef­ur ráðið þýska fyr­ir­tækið Lag­ar­dére til að gera hag­kvæmnisáætl­un fyr­ir framtíð Laug­ar­dalsvall­ar. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag . Áætlað er að skýrsl­an á að verða til­bú­in í ág­úst en eng­in kostnaðaráætl­un er kom­in eða tíma­setn­ing á nýj­um velli. Þessi fyrstu skref hafa það aðeins að markmiði að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir nýjum velli.

Á blaðamannafundi KSÍ í gær ítrekaði Geir Þor­steins­son, formaður KSÍ, þann vilja sinn að hlaupa­braut­ir Laug­ar­dalsvall­ar fari. Hann sagði einnig að þetta skref væri stórt fyr­ir KSÍ en á end­an­um væri það Reykja­vík­ur­borg sem ráði hver framtíð vall­ar­ins er enda á borg­in Laug­ar­dalsvöll. Komið hef­ur fram að KSÍ vilji kaupa Laug­ar­dalsvöll­inn af borg­inni.

„Við vilj­um leik­vang sem mæt­ir nú­tíma­kröf­um í knatt­spyrnu en líka gæti hann tekið að sér ýmsa aðra viðburði og yrði svo­kallaður fjöl­nota leik­vang­ur. Skýrsla Borg­ar­brags sýndi að það var skyn­sam­legt að halda áfram með þetta verk­efni og það ætl­um við að gera. Það er þó ljóst að á þessu sviði höf­um við ekki þekk­ingu á Íslandi til að gera þetta og þess vegna leituðum við til Lag­ar­dére,“ sagði Geir.