Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), fagnar lækkun tryggingagjaldsins en segir að lækkunin gangi alls ekki nógu langt. „Lækkunin er skref í rétta átt en er bara brot af því sem við teljum eðlilegt,“ segir Halldór Benjamín. SA hafa kallað eftir efndum á loforðum á lækkun gjaldsins, sem skilar ríkissjóði um 100 milljörðum í tekjur á þessu ári.

Tryggingagjaldið hefur staðið í 6,85% frá því 1. júlí 2016, þegar það lækkaði um hálft prósentustig. Í byrjun árs 2016 voru gefin loforð um jafnmikla lækkun í ár og í fyrra. „Það er mjög mikilvægt að þetta gerist í upphafi árs þar sem nú þegar er búið að draga lækkunina meira en lofað var á sínum tíma,“ segir Halldór Benjamín.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .