Skæruliðamarkaðssetning, sem á ensku er kölluð „guerilla marketing“, er svo sem ekki ný af nálinni að sögn Guðlaugs Aðalsteinssonar, viðskiptastjóra hjá auglýsingastofunni Brandenburg, en hún á meira við núna en áður.

„Núna hefur fólki fjölgað sem aldrei kveikir á sjónvarpinu þannig að það hefur ekki sömu áhrif að auglýsa á besta tíma í sjónvarpi. Einu sinni var það þannig að ef þú auglýstir með Spaugstofunni þá sá það öll þjóðin. Þetta hefur breyst. Nú er orðið flóknara að ná til ýmissa markhópa með hefðbundnum miðlum.“

Markmiðið með skæruliðamarkaðssetningu er að sögn Guðlaugs að koma fólki á óvart, kveikja áhuga fólks og hvetja það til að deila auglýsingunni með vinum sínum. En þetta veltur allt á því að vera með góða hugmynd, að sögn Guðlaugs.

Hér má sjá myndband af þeim stöðum sem skrímslaarmar Kjöríss hafa verið settið upp.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu 5. ágúst 2013. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.