Arion banki gaf út aukin skuldabréf sem nema 760 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 3,38%.

Heildareftispurn 1,9 milljarðar

Lauk í gær útboði bankans á þremur markflokkum sértryggðra skuldabréfa sem skráðir eru á Nasdaq OMX Íslandi. Var það verðtryggði flokkurinn ARION CBI 29 sem var stækkaður um fyrrgreinda upphæð, en öllum tilboðum í verðtryggða flokkinn ARION CBI 21 og óverðtryggða flokkinn ARION CB 22 var hafnað.

Heildareftirspurn í útboðinu var 1.860 milljónir króna. Það sem af er ári hefur Arion banki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 16.100 milljónir króna, en í heild hefur bankinn gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 53.260 milljónir króna.

Næsta útboð sértryggðra skuldabréfa á að fara fram þann 3. ágúst næstkomandi samkvæmt útgáfuáætlun bankans.