*

þriðjudagur, 17. júlí 2018
Innlent 10. mars 2017 08:54

Skuldabréfaútgáfa fyrir milljarð

Lýsing hf. hefur nú lokið skuldabréfaútboði í flokknum Lýsing 16 1, en alls bárust tilboð að nafnvirði 1.020 milljarðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Öllum tilboðum var tekið í skuldabréfaútboði Lýsingar á hreina verðinu 100, eða á pari. Alls bárust tilboð að nafnvirði 1.020 milljarðar króna, en útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er miðvikudagurinn 15. mars 2017.

Um er að ræða jafngreiðslubréf með 12 gjalddögum á ári og fljótandi vöxtum tengdum við 1M REIBOR að viðbættu 110 punkta álagi. Lokagjalddagi skuldabréfaflokksins er þann 16. október 2023.

Áður útgefin skuldabréf í flokknum eru 2.000.000.000 kr. að nafnvirði og hafa verið tekin til viðskipta. Óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland á útgáfudegi.

Stikkorð: skuldabréf Lýsing útgáfa