Garðabær hefur gefið út fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og næstu þrjú ár þar á eftir.

Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði tæpir 11,5 milljarðar króna, gjöld fyrir fjármagnsliði nemi tæpum 10,5 milljörðum og fjármagnsliðir 716 milljónum. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 325 milljónir króna.

Áætlað er að framkvæmdir nemi rétt rúmum milljarði og gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi 1,5% árlega. Veltufé frá rekstri er 13,5%, framlegð er 15,8%.

Skuldahlutfall er 92,9% og lækkar úr 97,5% frá síðasta ári. Gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 89,5% í lok árs 2019.