Íslenski Fáninn
Íslenski Fáninn
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Skuldatryggingaálag á fimm ára skuldabréfum ríkissjóð hefur lækkað um 24 punkta frá því á mánudag. Þá var skuldatryggingaálagið í 256 punktum en nú er það 232 punktum.

Í síðustu viku náði skuldatryggingálagið hæst 292 punktum og nemur lækkunin  60 punktum frá þeim tíma.

Skuldatryggingarálag hefur verið notað sem mælikvarði á traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilfelli íslenska ríkisins. Því hærra sem álagið er því meiri hætta er á greiðslufalli að mati fjárfesta. Því má lesa úr þess að menn telji að áhætta sé að dragast saman.