Þriðjudagur, 1. desember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuldatryggingarálag á íslenska ríkið undir 200 punktum

8. júní 2011 kl. 10:03

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins

Skuldatryggingingarálag á fimm ára skuldabréf íslenska ríkisins hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun.

Skuldatryggingarálag (CDS) á fimm ára skuldabréf íslenska ríkisins er undir 200 punktum í fyrsta skipti frá hruni (2,15%) samkvæmt Bloomberg. Skuldatryggingarálag hefur verið notað sem mælikvarði á traust fjárfesta til skuldara, í þessu tilfelli íslenska ríkisins. Því hærra sem álagið er því meiri hætta er á greiðslufalli að mati fjárfesta.

Þó margir hafi gagnrýnd markað með skuldatryggingar er horft til þróunar á skuldatryggingarálagi ríkja. Þetta er því mikilvægt núna þegar íslenska ríkið hyggst sækja á erlenda lánamarkaði eins og greint er frá hér á vb.is. Kjörin sem ríkinu býðst tekur að einhverju leyti mið af þróun þessa álags.

Bæði Litháen og Ungverjaland hafa verið að fjármagna ríkið á alþjóðlegum mörkuðum. Þróun á skuldatryggingarálagi Litháens hefur verið jákvæð og er núna um 195 punktar. Skuldatryggingarálag á Ungverjaland stendur nú í um 246 punktum.Allt
Innlent
Erlent
Fólk