*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 22. september 2011 15:39

Skuldatryggingarálag yfir 300 punkta

Álag á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs rauf 300 punkta múrinn í fyrsta sinn síðan í júní.

Ritstjórn

Skuldatryggingaálagið á fimm ára skuldabréf ríkissjóðs er nú 321 punktur og hefur hækkað töluvert í vikunni. Í gær hækkaði það 15 punkta. Þetta er í fyrsta skipti síðan í júní sem álagið fer yfir 300 punkta og hefur það aðeins gerst örfáum sinnum undanfarna tólf mánuði að 300 punkta múrinn er rofinn.

Undanfarnar vikur hefur álagið þó verið á hægri uppleið enda mikil óvissa í efnahagsmálum í heiminum og varla að undra að sú óvissa endurspeglist í álagi á skuldabréf ríkissjóðs Íslands. Í upphafi síðustu viku var álagið í 280 punktum en hækkaði svo upp í 295 punkta nú á mánudag.