Skuldir sveitarfélaga mun minna um rúma 180 milljarða króna að raungildi á næstu árum gangi áætlanir eftir. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á fjárhagsáætlun sveitarfélaga og í útreikningum sem sambandið gerði fyrir Morgunblaðið. Samanlagðar langtíma- og skammtímaskuldir sveitarfélaganna ríflega tvöfölduðust á árunum 2005-2010 og fóru þá úr 293 milljörðum króna í 616 milljarða að núvirði. Áætlað er að þær verði komnar í 436 milljarðar árið 2017.

Fram kemur í Morgunblaðinu að langtímaskuldir urðu mestar 529 milljarðar króna á núvirði árið 2010 en skammtímaskuldirnar mestar 92 milljarðar árið 2012.

Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, segir í sambandi við blaðið erlend lán Orkuveitu Reykjavíkur hafa verið þungt í skuldasöfnuninni og gengisfallið hækkað lán hennar í krónum.