Skúli Eggert Þórðarson og embætti ríkisskattstjóra fengu upplýsingatækniverðlaun Ský á UTmessunni í gær.

Skúli, og embættið í heild, fengu verðlaunin fyrir að vera í fararbroddi og frumkvöðull í nýtingu á upplýsingatækni og rafrænni stjórnsýslu. Í rökstuðningi nefndarinnar sem ákvað vinningshafann kom sérstaklega fram að Skúli hafi verið drifkraftur í því að koma mörgum af þessum málum í gegn.

Sérstaklega var vikið af rafrænni stjórnsýslu RSK og þróun rafrænna skila skattframtala frá áramótum, en rafræn skil á skattframtölum á síðsta ári voru 99,74%. Ríkisskattstjóri sá einnig um leiðréttinguna svokölluðu, en það var flókið verkefni með aðkomu margra aðila sem snerti yfir 100 þúsund, rafræn ferli og rafrænar undirskriftir. Ríkisskattstjóri tók einnig nú um áramótin upp notkun rafrænna skattkorta og embættið er einnig að vinna að innleiðingu á rafrænni fyrirtækjaskrá.