Niðurstöður áreiðanleikakönnunar sem Deloitte og lögmannsstofan Logos hafa unnið á fyrirhuguðum kaupum Icelandair á WOW air benda til þess að endurgjaldið sem Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, verði hverfandi eða ekkert. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Jafnframt kemur fram að staða reksturs WOW air sé mun verri en gengið var út frá þegar kaupsamningur var handsalaður. Versnandi stöðu félagsins má meðal annars rekja til þes að bókanastaða fyrirtækisins hefur farið versnandi að undanförnu en ástæðan fyrir því er talin vera sú að neytendur séu meðvitaðir um veika stöðu flugfélagsins.