*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 3. nóvember 2017 15:48

Skúli selur til að byggja í Kópavogi

Skúli Mogensen, eigandi Wow air og Base hótel, hyggst selja fasteignir í Ásbrú en fjármagnið fer í hótel og höfuðstöðvar.

Ritstjórn
Húsnæðið undir Base hótel á Reykjanesi er eitt þeirra sem Skúli býður nú til sölu.

Fjórar fasteignir TF KEF ehf, félags í eigu Skúla Mogensen, fjárfestis og eiganda Wow Air, í Ásbrúarhverfinu í Njarðvík eru nú til sölu. Verðmæti húseignanna er talið nema þremur milljörðum króna, sem notað verður til að fjármagna nýjar höfuðstöðvar Wow Air að því er Morgunblaðið greinir frá.

Eignirnar eru samtals 10 þúsund fermetrar og standa við Valhallarbraut 756 til 757, en þar er rekið Base flugvallarhótelið, og Lindarbraut 635, þar sem eru starfsmannaíbúðir fyrir flugmenn Wow air. Langtímaleigusamningur hefur verið gerður við flugfélagið og Base hótel um eignirnar, en félögin eru bæði eigu Skúla að fullu og öllu leiti.

„Þetta er liður í að fjármagna höfuðstöðvarnar og hótelið í Kópavogi sem verður tæplega 30.000 fermetra bygging,“ segir Skúli, en þar vísar hann í áætlað hótel á suðurenda Kársnessins í Kópavogi þar sem framtíðarhöfuðstöðvar flugfélagsins eru jafnframt fyrirhugaðar.

Skúli segist þó reikna með að halda áfram að fjárfesta á Suðurnesjum og hyggst hann fjölga íbúðum fyrir starfsfólk flugfélagsins, þar á meðal erlenda starfsmenn þess, á svæðinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim