*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 13. september 2018 14:05

Skúli sér í land

Skúli Mogensen segir að vel gangi að tryggja fjármögnun Wow air en tíma taki að ganga frá öllum lausum endum.

Ingvar Haraldsson
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, segir í tölvupósti sem sendur var á starfsmenn Wow air eftir hádegi í dag, að unnið sé dag og nótt við að ljúka skuldabréfaútboði Wow air til að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins.

Í póstinum segir Skúli að ferlinu miði vel áfram og hann sjái endamarkið. Hann sé þess fullviss að það takist að ljúka fjármögnuninni. Hins vegar sé eðlilegt að það taki tíma að ganga frá lausum endum og öllum smáatriðum áður en gengið verði frá fjármögnunni.

Skúli gerir ráð fyrir því að fjölmiðlar muni halda áfram að fjalla um fjárhagsstöðu Wow air og að hann geri sér grein fyrir því að starfsmennirnir séu undir þrýstingi frá vinum og vandamönnum að greina frá stöðu mála hjá Wow air.

Starfsfólki verði veitt frekari upplýsingar um leið og hægt er. Skúli segir að þangað til eigi starfsfólk flugfélagsins að halda áfram því frábæra starfi sem það vinni á hverjum degi.

Í viðtali við Bloomberg í síðustu viku sagði Skúli að skuldabréfaútboðið myndi klárast öðru hvoru megin við helgina. Á þriðjudaginn sagði Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að von væri á niðurstöðu í kringum næstu helgi.

Tölvupóstinn, sem er á ensku, má lesa í heild sinni hér að neðan:

Dear Friends,

As all of you know we have been working day and night on closing our bond offering and securing the long term financing of Wow air. We are making good progress and can see the finishing line and I am very confident that we will get this done. However, it is completely normal that the final details will take some time to sort out before we can finalize everything.

I expect the media will continue writing about us and I fully understand that you are under pressure from friends and family who are wondering what is going on.

We will give you more information as soon as possible.

In the meantime, let‘s all continue to do the great work we are doing every single day. 

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow air
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim