Fasteignasalan Nýhöfn er nýtt félag á fasteignamarkaði. Það er að mestum hluta í eigu Lögfræðistofu Reykjavíkur og vinnur náið með stofunni.

Nýhöfn hefur sterkt bakland, segir Lárus Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Lögfræðingar LR munu koma til með að veita viðskiptavinum Nýhafnar alla þá lögfræðiþjónustu sem fasteignakaup krefjast.

Lárus segir markmið fyrirtækisins að hjálpa bæði kaupendum og seljendum að hafa allar upplýsingar uppi á borðinu.

Sérstaða í skýrri framsetningu

Það sem einkennir Nýhöfn um fram aðrar fasteignasölur er að hver og ein eign á skrá fyrirtækisins hefur verið skoðuð og metin af Frumherja. Þetta gerir félaginu kleift að láta tilvonandi kaupanda hafa söluskoðunarskýrslu í hendurnar áður en skrifað er undir kaupsamning. Á þennan hátt liggur allt uppi á borðinu, segir Lárus.

„Þetta er gert allt í kring um okkur. Í Noregi og Svíþjóð er þetta til dæmis regla. Við viljum fá allt upp á borð­ ið áður en fólk skrifar undir kauptilboð. Þetta auðveldar neytandanum að átta sig á því hvað hann er að kaupa og út í hvað hann er að fara.“

Þessi vara hefur alltaf verið til, en ósköp lítið verið notuð. Ef skýrsla af þessu tagi er gerð yfirhöfuð er það yfirleitt eftir að kaupsamningurinn er gerður. Nýhöfn vill gera skýrsluna áður en skrifað er undir samninginn.

Það er gott fyrir kaupandann en einnig gott fyrir seljandann.Það minnkar möguleikann á því að einhver mál komi upp eftir að kaupsamningur er gerður.

„Margir kannast við að einhver leiðindamál komi í ljós eftir að kaupsamningur hefur verið gerður. Litlu og ódýru vandamálin verða ótrúlega dýr í málaferlum þegar þau koma upp eftir að samið hefur verið, og hvað þá þau stóru og dýru. Þegar skýrsla liggur fyrir áður en samið er lágmarkast líkurnar á slíkum vandkvæðum.”

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .