Dow Jones vísitalan féll um 1.078,58 stig í fyrstu viku ársins 2016, niður um 6,2%. Þetta eru verstu upphafsvika árs í sögu vísitölunnar. S&P 500 vísitalan féll um 6% á sama tíma og hefur heldur ekki átt verri viku í byrjun árs. Nasdaq vísitalan féll um 7,3%.

Nýjar tölur um mikla atvinnuþáttöku í Bandaríkjunum gerðu lítið til að breyta stöðunni en í þeim kom fram að alls bættust við 292.000 störf á bandarískum vinnumarkaði. Ástandið í Kína er sagt hafa sinn þátt í verðlækkuninni vestanhafs en þar á landi hríðféllu hlutabréf í verði í vikunni.

Samtals rýrnaði verðmæti bandarískra hlutabréfa um 1,36 trilljónir bandaríkjadollara í vikunni. Á heimsvísu rýrnaði verðmæti hlutabréfa um 2,3 trilljónir bandaríkjadollara á sama tíma.

Ítarlega er fjallað um stöðu erlendra markaða á nýliðnu ári í samanburði við íslenskan verðbréfamarkað í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .