Guðjón Ármann Guðjónsson, forstöðumaður sjóðstýringar hlutabréfa hjá Stefni, segist telja að efnahagsástandið í Noregi sé tiltölulega vont vegna lækkunar olíuverðs. Það endurspeglist meðal annars í því að norsk stjórnvöld hafi aðeins verið að sækja fé í norska olíusjóðinn.

„Það sem gerist er að þegar olíuverð er hátt þá hættir olíuríkjum til að miða fjárlög sín við það. Síðan þegar það kemur skellur þá þarf að draga saman seglin. Við sjáum í Noregi að fasteignaverð og leiguverð hefur farið lækkandi, sérstaklega á svæðum þar sem mikill olíuiðnaður er eins og við Stavanger. Síðan sjáum við líka að við bryggjurnar liggja þjónustuskipin í röðum. Það er ekkert fyrir þau að gera."

Fyrirtækið Seadrill, sem er í svipuðum rekstri og íslenska fyrirtækið Fáfnir Offshore, á í miklum erfiðleikum í dag. Seadrill er eitt stærsta þjónustufyrirtæki olíuiðnaðarins í heiminum en hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað um ríflega 90% á einu og hálfu ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .