*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 19. mars 2014 16:56

Slátruðu 2,1 milljón kjúklingum

Afkoma liðins árs var sú besta í 107 ára sögu Sláturfélags Suðurlands.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Sláturfélag Suðurlands slátraði rétt liðlega 2,1 milljónum kjúklinga á síðasta ári. Það er fækkun um 1,1% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu SS fyrir síðasta ár sem birt var í dag. Þá var tæplega 107 þúsund kindum slátrað, rétt liðlega 9400 svínum, tæplega 5900 nautgripum og 4020 hrossum.

Í ávarpi Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, segir að liðið ár hafi verið Sláturfélaginu farsælt. Félagið skilaði góðri afkomu þriðja árið í röð. Afkoma liðins árs fyrir fjármagnsliði var jafnframt sú besta í 107 ára sögu SS.

Stikkorð: SS