Eftirspurn eftir fasteignum í miðbæ Reykjavíkur og nágrannahverfum er meiri en í boði er. Reynir Björnsson, löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir í samtali við Morgunblaðið að slegist sé um góðar eignir, einkum í miðborginni og Vesturbænum. Einkum á þetta við um eignir undir 30 milljónum króna.

Rætt er við fleiri fasteignasala í Morgunblaðinu og segja þeir að tugir tilboða hafi borist í sumar eignir og hafi þær selst samdægurs.

Reynir tekur dæmi um eign á Baldursgötu í Reykjavík. Um tuttugu hópar hafi skoðað eignina fyrsta daginn, 4-5 tilboð borist strax og eignin selst samdægurs.