Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

„Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá flokknum.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að stjórn Bjartrar framtíðar hafi komið saman í kvöld til að ræða þá stöðu sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmælabréf með beiðni um að einstaklingur fengi uppreisn æru.