*

föstudagur, 15. febrúar 2019
Innlent 15. september 2017 00:08

Slíta stjórnarsamstarfinu

Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

„Ástæða slitanna er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá flokknum. 

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að stjórn Bjartrar framtíðar hafi komið saman í kvöld til að ræða þá stöðu sem komin er upp eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra skrifaði undir meðmælabréf með beiðni um að einstaklingur fengi uppreisn æru. 

Stikkorð: stjórnarslit