Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti niðurstöður Seðlabanka Íslands á efnahagslegum áhrifum undanþágubeiðna slitabúa föllnu bankanna á blaðamannafundi í nú fyrir stundu. Í gær var það tilkynnt að mat Seðlabankans yrði birt í dag, en það var kynnt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr í dag.

Mat Seðlabankans á tillögum slitabúanna var á þann veg að rétt væri að veita þeim undanþágu á gjaldeyrishöftum. Bjarni segist styðja ákvörðun hans.

Bjarni sagði að enn væri ekki öruggt að nauðasamningar myndu klárast fyrir áramót en að frekari frestur yrði veittur ef að þörf krefur. Hann sagði að dómstólar væru í töluverði tímaþröng að klára yfirferð yfir nauðasamninga slitabúanna, þetta væru afar umfangsmikil mál og þau gætu tekið langan tíma.

Gert er ráð fyrir því að fram fari umræða á Alþingi áður en að undanþágan verði formlega veitt. Hann gerir ráð fyrir því að Alþingi samþykki lög um málið á næstu dögum.