Heildarviðskipti á skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði námu á fyrstu tveimur mánuðum ársins 612,2 milljörðum króna, en voru á sama tíma árið 2016 738,8 milljarðar króna. Kemur þetta fram í mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar. Töluverður samdráttur var í viðskiptum á skuldabréfamarkaði, sem námu 515,9 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2016, en voru 342 milljarðar á sama tíma í ár. Hins vegar jukust viðskipti á hlutabréfamarkaði úr 222,8 milljörðum króna í 270,2 milljarða á sama tíma.

Kauphöllin gefur út upplýsingar um hlutdeild einstakra fjármálafyrirtækja á markaði og kemur eflaust fáum á óvart að stóru viðskiptabankarnir þrír eru ofarlega í miðlun bæði skuldabréfa og hlutabréfa. Hins vegar hefur markaðshlutdeild smærri fjármálafyrirtækja aukist umtalsvert milli ára. Má sem dæmi nefna að hlutdeild Arctica Finance í miðlun skuldabréfa var 6,52% á fyrstu tveimur mánuðum 2016, en var komin í 9,95% í ár. Á sama tíma jókst hlutdeild Fossa markaða úr 10,63% í 16,3%. Hlutur Íslenskra verðbréfa og Virðingar á þessum markaði jókst einnig töluvert hlutfallslega, en minna í krónum talið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .