Mikill skortur er á nauðsynjavörum í Venesúela, allt frá bleyjum til kjúklinga. Smokkapakki kostar um 4.760 bólíva, um 755 Bandaríkjadali eða um 75 þúsund krónur. Bloomberg greinir frá þessu.

Verðið er mjög nærri lægstu launum í landinu, sem eru um 5.600 bólivar. Hins vegar er verðið 25 Bandaríkjadalir á svörtum markaði, ef greitt er með dölum.

Lágt olíuverð hefur valdið miklum erfiðleikum í landinu, en olían hefur lækkum um rúm 60%. Olía er um 95% af útflutningstekjum landsins.

Landið er á barmi greiðslufalls en forseti landsins, Nicolas Maduro, hefur takmarkað innflutning til að spara gjaldeyri.