Bandaríska tæknifyrirtækið Snap Inc. fór nýlega á markað með miklum látum. Gengi bréfanna hækkaði um rúmlega 50% á fyrsta degi, en félagið náði hámarki 3 mars, þegar gengi bréfanna fór upp í 29 dali á hlut.

Í morgun birtu svo sjö greiningaraðilar álit sitt á félaginu, en þar af voru fimm sem töldu tímabært að selja. Enginn þessara greiningaraðila telur að fólk eigi að fjárfesta í Snap.

Gengi bréfanna hefur því fallið um allt að 9% í dag og er markaðsvirði bréfanna því skriðið aftur niður fyrir 29 milljarða dala múrinn.

Laura Martin hjá Needham & Co. spáir því að félagið muni berjast við næstu átta fjórðunga og segir hlutinn lækka niður í 19 til 23 dali á næstunni.

Hluturinn kostar nú rétt tæpa 25 dali. Ali Mogharabi hjá Morningastar Inc. spáir því að gengi bréfanna muni lækka niður í allt 15 dali.