*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Erlent 16. nóvember 2016 15:03

Snapchat á markað

Snapchat stefnir á skráningu á markað vestanhafs mars næstkomandi.

Ritstjórn
Evan Spiegel annar stofnandi og forstjóri Snapchat.

Snap Inc., móðurfélag Snapchat, stefnir að skráningu á markað vestanhafs, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar. Þetta gæti gerst í mars á næsta ári. Þetta kemur fram í grein CNN Money.

Markaðsvirði fyrirtækisins er á bilinu 20 til 25 milljörðum dollara. Facebook bauðs til þess að kaupa Snapchat fyrir þremur árum á 3 milljarða dollara. Líklegt er að Morgan Stanley og Goldman Sachs aðstoði við skráninguna. 

Stikkorð: markaður Snapchat skráning