*

föstudagur, 18. janúar 2019
Erlent 14. júní 2018 15:22

Snapchat nýtir sér klúður Facebook

Fyrirtækið ætlar að bjóða fólki að skrá sig inn á hin ýmsu öpp í gegnum Snapchat aðgang sinn.

Ritstjórn
epa

Snapchat ætlar að nýta sér klúður Facebook í öryggismálum tengdum meðferð persónuupplýsinga, með því að fara að bjóða fólki að skrá sig inn á hin ýmsu öpp í gegnum Snapchat aðgang sinn. Þetta kemur fram á vef FT.

Þessi möguleiki hefur lengi verið mögulegur í gegnum Facebook. Facebook hefur átt undir högg að sækja eftir gagnaleka fyrirtækisins, en ráðgjafafyrirtækið Cambridge Analytica safnaði saman upplýsingum um 87 milljónir notenda Facebook. Þessar upplýsingar voru svo meðal annars notaðar til að greina kjósendur í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum.

Ólíkt Facebook, þá er ekki hægt að nálgast mikið af persónuupplýsingum í gegnum Snapchat aðganga fólks og vonast fyrirtækið að það verði til þess að fólk nýti þennan nýja möguleika fyrirtækisins, fram yfir Facebook möguleikann.   

Stikkorð: Facebook Snapchat