*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 22. október 2017 18:02

Snapchat segir upp 18 starfsmönnum

Fyrirtækið Snap, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Snapchat, sagði á föstudaginn upp 18 starfsmönnum.

Ritstjórn

Fyrirtækið Snap, sem heldur úti samfélagsmiðlinum Snapchat, sagði á föstudaginn upp 18 starfsmönnum. Uppsagnirnar þykja nokkuð sérstakar hjá fyrirtæki á borð við Snap, en starfsfólkið tilheyrði þeirri deild sem sá um að hafa uppi á nýju starfsfólki. Í frétt á vef Reuters segir einnig að búist sé við að hægi á ráðningum hjá fyrirtækinu.

Þar segir einnig að fyrirtækið standi frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ gagnvart starfsfólki sem ekki standi sig. Í frétt Reuters segir að Snapchat sé vinsælt meðal fólks undir þrítugu sem vill skreyta andlit sitt með kanínuandlitum. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim