Ætli það sé ekki óhætt að kenna þennan áratug við snjallsímann og öppin öll? Könnun Pew í 14 vestrænum löndum sýnir að þar eiga nánast allir (um 92%) farsíma.

Hins vegar er verulegur munur á löndunum, þegar skiptingin milli snjallsíma og venjulegra farsíma er athuguð. Þar ræður innviðauppbygging og efnahagur vafalaust nokkru. En ekki öllu.

Spánverjar eru alveg jafnblankir og Grikkir og í Japan eru innviðirnir í fremstu röð. Þegar svörin eru greind nánar sést að það er aldurinn, sem mestu virðist ráða um snjallsímaeignina. 84% ungra Grikkja eiga þannig snjallsíma.

Eitt áttu öll löndin sameiginlegt, en það var einstaklega ör vöxtur snjallsímaeignar. Ekki eru tiltækar sambærilegar tölur frá Íslandi, en könnun MMR í fyrra bendir til þess að snjallsímaeign Íslendinga sé ekki minni en hjá Svíum, nær 90%.