Tölur Pew Research um auglýsingaútgjöld vestra sýna vel breytt neyslumynstur samhliða breyttum tækjakosti.

Fyrir aðeins 6 árum fólust nær öll auglýsingaútgjöld vegna stafrænna auglýsinga í birtingum á tölvuskjáum. Hins vegar var sáralítið veitt til birtingar í snjallsímum, en iPhone kom fyrst á sjónarsviðið árið 2007.

Nú er myndin gerbreytt, eins og sjá má að ofan. Útgjöldin í heild hafa meira en tvöfaldast og eru enn að sækja í sig veðrið. Aukningin er hins vegar nær öll símamegin, en auglýsingakaup á tölvuskjáum hafa beinlínis dregist saman undanfarin þrjú ár.

Nú er ekkert gefið um framtíð ina og auglýsingabransinn hefur ekki náð fullum tökum á símaauglýsingum enn þá. En það er nóg að gera, það blasir við!