Soffía Haraldsdóttir tók um sl. áramót við starfi framkvæmdastjóra mbl.is af Ingvari Hjálmarssyni að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ingvar hefur stýrt mbl.is frá upphafi en 2. febrúar nk. verða 12 ár liðin frá opnun vefjarins. Ingvar sinnir nú ráðgjafarstörfum fyrir mbl.is ásamt ýmsum öðrum verkefnum hjá útgáfufélaginu Árvakri enda hefur hann tæplega 45 ára reynslu að baki hjá félaginu.

Soffía stýrir nú þróun og rekstri mbl.is en fréttastjórn er í höndum Guðmundar Hermannssonar, fréttastjóra mbl.is, og Hlyns Sigurðssonar, fréttastjóra sjónvarpsfrétta mbl.is. Soffía er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stefnumótun og starfaði á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins á árum áður.