Sonja M. Scott hefur verið ráðin mannauðsstjóri hjá Coca-Cola European Partners Ísland ehf. (Coca-Cola á Íslandi).
Sonja hóf störf í byrjun árs en hún hefur nýlokið Executive M.B.A. gráðu frá Stetson University í Bandaríkjunum og að auki hefur hún lokið M.A. í mannauðsstjórnun og B.A. í ensku frá Háskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af starfsmannamálum og starfaði m.a. um níu ára skeið hjá Vodafone, síðast sem starfsmannastjóri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ég er full tilhlökkunar að takast á við þessa áskorun, Coke er þekkt á alþjóðavísu fyrir að vera mjög framarlega í málum er snúa að jafnrétti og fjölbreytileika og það hafði mikil áhrif á ákvörðun mína að ganga til liðs við fyrirtækið. Það eru gríðarleg tækifæri í samvinnu innan Coca-Cola European Partners samsteypunnar í öllum þáttum fyrirtækisins, ekki síst í mannauðsmálum,“ er haft eftir Sonju í fréttatilkynningunni.

Hún á þrjú börn á aldrinum 12 til 18 ára og er gift Axel Einari Guðnasyni, rekstrarstjóra Hjallastefnunar.