Stjórnarkjöri hluthafa Vátryggingafélags Íslands, eða VÍS, lauk nú fyrir skömmu. Nýja stjórn mynda Helga Jónsdóttir, Herdís Fjeldsted, Bjarni Brynjólfsson, Guðmundur Þórðarson og Jostein Sørvoll.

Herdís Dröfn Fjeldsted var kjörin formaður stjórnarinnar, en Jostein Sørvoll varaformaður. Jostein Sørvoll er fulltrúi félagsins Óskabein ehf., og Herdís Fjeldsted er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Guðmundur Þórðarson, er giftur Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur, en hún var einnig í framboði til stjórnarinnar þar til hún dróg framboð sitt til baka í dag, eins og Viðskiptablaðið greindi frá.

Hjördís og Helga voru þá sjálfkjörnar í stjórnina eftir að Svanhildur Nanna dróg framboð sitt til baka, samkvæmt reglum um kynjahlutföll í stjórn félagsins - en þær kveða á um að meðlimir stjórnar þurfi að lágmarki tveir af fimm mögulegum að vera kvenkyns.

Eini frambjóðandinn sem ekki komst inn í stjórn VÍS var Jóhann Halldórsson.

Hvað varðar varamenn stjórnar voru Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Andri Gunnarsson kjörin. Andri fékk þá fleiri atkvæði en Davíð Harðarson, en Ásta var sjálfkjörin vegna fyrrnefndra reglna um kynjahlutföll.

Vátryggingafélagið hefur verið mikið til umfjöllunar upp á síðkastið, og Viðskiptablaðið hefur gert góða grein fyrir stöðu mála í félaginu. Til að mynda fjallaði blaðið um ólgu í eigendahópi VÍS , sem og afkomu fyrirtækisins á þriðja fjórðungi - en Greiningardeild Arion banka taldi hana „ dapra.