Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var um það á haustmánuðum að Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og ráðherra iðnaðar og orkumála og síðar fjármála og efnahagsmála, myndi taka við framkvæmdastjórn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Katrínu líst ágætlega á núverandi stjórnarmyndunarviðræður C, A, og D lista.

„Mér fannst sú nýliðun sem var núna á þingi mjög góð, því þarna er fólk í öllum flokkum sem hefur svona sósíaldemókratíska sýn á lífið.

Bitur reynsla

Ég þekki í þessum tilteknu flokkum margt gott fólk, en kannski býr þó í mér smá bitur reynsla eftir að hafa setið í ríkisstjórn með takmarkaðan meirihluta.

Það mun eflaust ekki reynast þeim auðvelt að vera með svona nauman meirihluta, sem gæti þýtt að lægsti samnefnarinn yrði ofan á í ákvörðunum,“ segir Katrín sem segir margt í áherslum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar vera mjög líkt.

„Ég held þó og vona þar sem ég þekki til dæmis Óttarr Proppé vel og Bjarni er einnig sterkur samstarfsmaður, að þeim lánist að eiga meira samtal við hina flokkana um einstök mál á fyrri stigum en hingað til hefur verið hefðin.

Vonandi gera þeir það í auknum mæli, því það hefur svolítið háð þinginu að ráðherrarnir koma og slengja málum fram og svo verður allt vitlaust.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .