Standard & Poor's hefur gefið út nýtt lánshæfismat fyrir Íslandsbanka en þar gerir hann ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur.

S&P gerir ekki ráð fyrir því að Íslandsbanki sé langtíma fjárfesting fyrir íslenska ríkið og býst við því að bankinn verði settur í söluferli innan tveggja ára. S&P telur einnig að eiginfjárhlutfall verði lækkað fyrir söluferlið og að áhættuvegið eiginfjárhlutfall verði 12-13% fyrir lok árs 2017, en það var 17,3% um mitt ár 2015.

Standard & Poor's segir einnig að nýja tillaga bankans, þ.e. að færa bankann í eigu ríkisins og að Íslandsbanki greiði ekki út arð, sé einfaldari en fyri samningur og muni auðvelda eigendum Glitnis að losa fjármagn frá Íslandi fyrir árslok.

Standard & Poor's staðfesti þá einnig lánshæfismatseinkunn Íslandsbanka BBB-/A-3, með stöðugum horfum eftir að tilkynnt var um breytingar á tillögu hóps kröfuhafa Glitnis um stöðuleikaframlag.