*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 29. júlí 2011 08:49

S&P: 15 danskir bankar í gjaldþrotahættu

Tapið vegna gjaldþrota bankanna gæti numið 6-12 milljörðum danskra króna að mati Standard & Poor´s.

Ritstjórn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s telur að 15 litlir og meðalstórir danskir bankar séu í gjaldþrotahættu næstu þrjú árin. Reuters greinir frá.

Í greiningu sem matsfyrirtækið opinberaði í gær kemur fram að ástæðan fyrir vandræðum bankanna séu há lán til fasteignakaupa, en fasteignamarkðurinn hefur lækkað mikið frá hruninu, og landbúnaðar á árunum 2005-2007.

S&P telur að tap danska ríkisins, hluthafa og lánadrottna gæti num 6-12 milljörðum danskra króna, allt að 260 milljörðum íslenskra króna.

Þegar hafa 11 danskir bankar orðið gjaldþrota frá árinu 2008. Þeirra á meðal er Amagerbanken, einn elsti banki Danmerkur.

Stikkorð: Danmörk Amagerbanken