IFS greining spáir því að verðlag hækki um 0,2% í ágúst. Gangi spáin eftir lækkar tólf mánaða verðbólga úr 2,4% í 2,2%.

Samkvæmt nýrri verðbólguspá IFS greiningar mun verð á fötum og skóm hækka um 6,8% í ágúst þegar sumarútsölur byrja að ganga til baka. Jafnframt er gert ráð fyrir að verð á húsgögnum og öðrum heimilisbúnaði hækki um 1,2% vegna útsöluloka.

Því er spáð að bensín og olía lækki um 2,1% milli mánaða og flugfargjöld til útlanda lækki um 11%.

Bráðabirgðaspá IFS greiningar hljóðar upp á 0,4% hækkun verðlags í september, 0,2% í október og 0,3% í nóvember. Gangi spáin eftir mælist tólf mánaða verðbólga 2,4% í lok nóvember.