Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% í desember frá fyrri mánuði.

„Verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafa þó batnað nokkuð frá síðustu spá okkar. Talsverðar forsendubreytingar hafa verið gerðar á spánni, þar sem gengi krónu er sterkara en í fyrri spá en hækkun launakostnaðar og íbúðaverðs á hinn bóginn hraðari. Til skemmri tíma gerum við ráð fyrir að verðbólga hjaðni að nýju og verði undir 2,0% nær allt árið 2017. Í kjölfarið mun verðbólga hins vegar aukast allhratt, fara yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á 2. ársfjórðungi 2018 og vera í grennd við 4,0% efri þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans á síðasta fjórðungi þess árs,“ segir meðal annars í greiningu bankans. Hana má lesa í fullri lengd hér.