Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki töluvert í september eða um 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,8% í stað 4,2% nú. VNV mun þá standa í 278,8 stigum.

Í frétt greiningardeuildarinnar kemur fram að mikla hækkun í mánuðinum megi rekja til sömu áhrifaþátta og í síðasta mánuði þ.e. útsöluloka, áframhaldandi hækkunar húsnæðisverðs og veikingar krónunnar. Í september nam hækkun verðlags 1,32% en það er mesta hækkun í einum mánuði frá því maí 2006 þegar VNV hækkaði um 1,45%.

Hagstofan mun birta niðurstöður verðmælinga sinna þann 10.október næstkomandi.