Engu hagkerfi er spáð jafn mikilli hrörnun og hagkerfi Venesúela. Mikil óstjórn er á peningamálum, skortur er á matvælum, og búist er við að óðaverðbólgan haldi áfram. Íbúar í landinu verða sí óánægðari með Nicolas Maduro, forseta landsins.

Verðbólga gæti farið upp fyrir allt að 700 prósent á þessu ári. Venesúela situr á einum stærsta olíuforða veraldar. Yfirvöld í Venesúela kenna lækkun olíuverðs um ástandið , en líklegra er að sósíalískri þjóðnýtingarstefnu sé um að kenna.