*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 15. nóvember 2018 09:50

Spá 3,3% verðbólgu

Greinendur Íslandsbanka spá 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs. Miðað við þá spá eykst verðbólgu úr 2,8% í 3,3% í nóvember.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Greinendur hjá Íslandsbanka spá 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember frá fyrri mánuði. Miðað við þá spá eykst verðbólgu úr 2,8% í 3,3% í nóvember. 

„Verðbólguhorfur til næstu ársfjórðunga hafa að mati okkar versnað lítillega vegna gengisveikingar krónunnar og útlits fyrir meiri hækkun launa á næsta ári en áður var vænst. Útlit er fyrir að verðbólga verði 3,5% í lok þessa árs og verði að jafnaði um 3,7% á árinu 2019, en hjaðni í kjölfarið og verði að jafnaði 3,2% á árinu 2020," segir í greiningunni.

Gengislækkun krónu birtist í hækkandi verðlagi

Frá ágústlokum hefur gengi krónu lækkað um ríflega 11% gagnvart körfu helstu viðskiptamynta.

„Slík gengissveifla hefur óhjákvæmilega áhrif á neysluverð nema almennar væntingar séu um að hún gangi fljótt til baka. Sú virðist ekki vera raunin þessa dagana, enda er verð innfluttra vara þegar tekið að hækka í kjölfar framansagðrar veikingar krónu og er það einn helsti áhrifavaldur í hækkun VNV nú."

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim